spot_img
HomeFréttirScola stigahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi

Scola stigahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi

Luis Scola er búinn að vera sjóðandi í sókninni fyrir Argentínumenn á HM. Hann er sem stendur stigahæsti leikmaður keppninnar. Hann náði merkum áfanga í gær í tapinu fyrir Serbíu.
Hann er orðinn stigahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi á HM. Hann er kominn með 357 stig og fór yfir Ernesto “Finito” Gehrmann en hann skoraði 331 stig fyrir Argentínu á HM keppnunum milli 1967 til 1974.
 
Scola hefur tekið þátt á þremur heimsmeistaramótum 2002, 2006 og nú 2010. Hann er með 28.2 stig að meðaltali í þessum þremur keppnum.
 
Ljósmynd/ Scola er búinn að eiga frábært heimsmeistaramót.
 
emil@karfan.is
 
Fréttir
- Auglýsing -