spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún öflug gegn Moncalieri

Sara Rún öflug gegn Moncalieri

Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza máttu þola tap í kvöld fyrir Moncalieri í ítölsku A1 deildinni, 88-85.

Leikurinn sá annar sem liðið tapar nú í byrjun tímabils, en þær eru sem stendur í 11. sæti deildarinnar, án sigurs líkt og fjögur önnur lið.

Á rúmum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara 14 stigum og 4 fráköstum.

Næsti leikur Söru og Faenza í deildinni er gegn Brixia þann 9. október.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -