Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta lögðu Alexandria í dag í fyrsta leik átta liða einvígis liðanna í úrslitakeppni rúmensku úrvalsdeildarinnar, 69-52.
Á tæpum 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 17 stigum, 9 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta, en hún var framlagshæst í liði Phoenix í dag.
Næsti leikur liðanna er komandi fimmtudag 31. mars.