spot_img
HomeFréttirSanngjarn sigur Keflvíkur

Sanngjarn sigur Keflvíkur

 Á opnunarkvöldi Dominosdeildar kvenna voru það  Keflavík unnu öruggan 92-46 sigur á Breiðarblik.  Keflavík hafði undirtökin frá upphafi leiks og þá þegar í hálfleik höfðu þær náð góðu forskoti sem þær létu aldrei af hendi. 
 
Það var ekki að sjá í fyrsta leikhluta á liðunum að annað liðið væri að spila á leikmönum sem ekki hafa spilað í efstu deild áður, en hitt væri þvert á það og hefði í vikunni verið spáð efsta sæti deildarinnar af leikmönnum og forráðamönnum.
 
Þvílík var brátta beggja liða í þessum leik. Alveg frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu börðust leikmenn beggja liða líkt og sjálfur titillinn væri undir. Gæðin voru þó að miklu leiti eftir því sem búast mátti á þessum tíma árs. Baráttuglaðar Blikakonur voru einmitt það en lítið meira. Þegar að kom skipulagi, reynslu og trú leikmanna þá höfðu Keflavík gríðarlega yfirburði. 
 
Líklegast til vissi þjálfari Blika hvað hann var að fara útí í í kvöld. Með hóp fullan af óreyndum leikmönnum, sem, sökum leikjaniðurröðunnar neyddust til að spila sinn fyrsta leik í efstu deild (í langan tíma) gegn bæði tæknilega ógnarsterku liði Keflavíkur sem og í TM Höll þeirra Kefllvíkinga, undir einhverjum rúmum 30 meistarafánum þeirra síðastliðinna 25 ára. Það eitt og sér getur verið ógnvæganlegt fyrir hóp af slíkum nýliðinum.  Þrátt fyrir það sýndu þær grænklæddu baráttu sem fyrr segir fram á síðustu mínútu.
 
Skiptingar Blika voru tíðar í leik kvöldsins, líkt og, væri verið að nýta þennan leik til að sjóa allan hóp þeirra í leik við þær bestu. Því til staðfestingar, hefur undirritaður fylgst lengi með körfuboltaleikjum, en t.a.m. sá hann í fyrsta skipti  í kvöld þjálfara liðs gera fimmfalda skiptingu á liði sínu og það tvisvar í fyrsta fjórðung.
 
Heilt yfir var þessi leikur ekki sanngjarn. Keflavíkurstúlkur líta út fyrir að geta barist, vera mjög skipulagðar sem og geta spilað á öllum leikmönnum liðs síns (skoruðu allar nema ein í kvöld). Það er gefið að þetta próf Blika í kvöld var ekki nálægt því að vera neitt í líkingu við þau lokapróf sem úrslitakeppnin ber, en sú barátta sem liðið sýndi, þrátt fyrir að vera að slátra leiknum, getur ekki verið annað en góðs viti fyrir komandi tímabil Keflavíkur. Sem dæmi, fékk sjötti leikmður Keflavíkur, Lovísa Falsdóttir einn á baukinn og í kjölfarið blóðnasir en gerði lítið úr og hélt sínum leik áfram eins og ekkert hefði í skorist fyrir enda þriðja leikhluta leiksins þrátt fyrir að hennar lið hafi fyrir löngu verið búið að tryggja sér þennan sigur.
 
Jákvætt fyrir Blika er að hafa jafnvel fengið ákveðna eldskírn í þessum leik og sú staðreynd að ekki einn einasti leikmaður liðsins hengdi haus eða gaf ekki sitt allt í leikinn þrátt fyrir að hann hafi í raun verið búinn um miðbygg annars leikhluta.
 
Lokatölur þessa leiks gefa ranga mynd af honum. Einfaldlega vegna þess að í þeim er ekkert snert á þeirri baráttu sem að bæði lið sýndu.
 
Hjá Keflavík komust allar nema ein á blað í leiknum, helst ber að nefna Carmen Tyson með 22 stig og 9 fráköst og Söru Rún með 14 stig og 6 fráköst. Blikamegin var Ariel Wideman atkvæðamest með 13 stig.
 
 
Texti/Mynd: DEB
 
 
Fréttir
- Auglýsing -