spot_img
HomeFréttirSamtök leikmanna búa sig undir verkfall í NBA deildinni!

Samtök leikmanna búa sig undir verkfall í NBA deildinni!

 
Billy Hunter framkvæmdastjóri leikmannasamtaka NBA deildarinnar segir sína aðildarfélaga vera að undirbúa verkfall að loknu komandi keppnistímabili í NBA deildinni. Í yfirlýsingu frá Hunter segir m.a.:
…að afstaða NBA deildarinnar til einhliða ákvörðunar eigenda félaga í deildinni að lækka laun leikmanna um allt að 40% valdi honum vonbrigðum. Að óbreyttu máli kæmi til verkfalls að lokinni þeirri leiktíð sem hefst nú eftir þrjá daga.
 
Viðbrögð David Stern framkvæmdastjóra NBA deildarinnar eru þau að hann trúir ekki að Billy Hunter hafi gefið frá sér þessa yfirlýsingu því hann trúi ekki að Hunter myndi hóta sér með verkfalli. Samkvæmt Stern og NBA deildinni er þörf á því að lið deildarinnar skeri launakostnað niður um 750-800 milljónir dollara! (Um 90 milljarðar ísl. króna). Þessi launalækkun þurfi að koma til skv. Stern til að skapa fjárhagaslegan stöðugleik í deildinni því viðbúið er að hallarekstur næsta keppnistímabils hjá NBA verði um 350 milljónir dollara.
 
Hvað verður skal ósagt látið og þó að miðasala á NBA leiki sé með mesta móti nú þegar tímabilið er ekki einu sinni hafið sagði Stern að engu að síður væru erfiðleikar framundan en það myndi ekki varpa neinum skugga á þá spennu sem ríkir fyrir tímabilinu.

Þá er önnur hlið á málinu sem einnig hefur komist í hámæli og það er sá möguleiki á að leggja niður lið, Stern sagði að sá möguleiki væri uppi á borðinu og greinilegt að NBA deildin leitar allra leiða til að mæta fjárlagahalla sínum.

Ljósmynd/ Erfiðar ákvarðanir framundan hjá Stern og félögum í NBA deildinni.
 
Fréttir
- Auglýsing -