Helgina 1.-2. nóvember næstkomandi standa Körfuknattleiksdeild Fjölnis og Sambíóin að Sambíómótinu 2014. Um er að ræða stórmót í körfubolta fyrir yngstu iðkendurna en mótið er fyrir stráka og stelpur fædd 2003 og síðar.
Skráningu lýkur í kvöld en þátttaka tilkynnist á [email protected] – nánari upplýsingar er einnig hægt að fá í síma 578 2700.