Snæfell hefur samið við Samuel Burt um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.
Sam er Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf og mun því leika fyrir liðið sem Evrópumaður, en hann er 201 cm á hæð og spilaði með Hrunamönnum á síðasta tímabili. Á síðustu leiktíð skoraði Sam 21 stig og tók 9 fráköst að meðaltali í leik og var sjötti framlagshæsti leikmaður fyrstu deildarinnar.