spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Stykkishólmi: Gæðafólk sem býr hérna

Sagt eftir leik í Stykkishólmi: Gæðafólk sem býr hérna

 
 
Justin Shouse þekkir hverja fjöl í íþróttahúsinu í Hólminum og líkar vel að spila þar. ,,Við mættum hérna í upphafi til að spila af afli heilar 40 mínútur og sáum að ef við gætum brotið þetta upp eftir fyrsta hluta þá gætum við opnað leikinn betur. Við ákváðum að ef við gætum stjórnað þeirra sprettum þá ættum við að geta nýtt okkar spretti vel,“ sagði Justin vígreifur í leikslok.
,,Daníel Guðmundsson spilaði flotta vörn á Sean Burton og hékk í buxunum hans allan tímann og einnig tókum við Ryan Amoroso vel út og sáum að ef við náum þeim tveimur út þá yrði það erfiðara fyrir þá. Þeir eru svo með aðra lykilmenn eins og Nonna og Pálma sem við náðum einnig að halda í skefjum og niðurstaðan varð mikill sigur liðheildarinnar og liðsvarnarinnar. Ég átti aldrei von á að sópa þessu 3-0 og að spila tvisvar í Stykkishólmi er virkilega erfitt en ég elska það og þekki það mjög vel. Vinur minn Nonni Mæju sagði um daginn að þeir þyrftu að skrifa nýja sögu en við erum núna að skrifa okkar sögu og Teitur er höfundurinn. Hann er svo einbeittur á bekknum með þessa reynslu og hann leyfir þér ekki að hætta sama hvað í heilar 40 mínútur. Ég og Jovan höfum farið í úrslitin áður en hér er fullt af strákum sem hafa ekki gert þetta áður nema þá Renato Lindmets sem hefur góða reynslu einnig. Teitur gefur okkur öllum í liðinu sjálfstraust og þá helst þessum ungu sem eru að spila á háu stigi í leiknum og setjum það saman við okkur reynslumeiri þá gerast flottir hlutir hjá okkur,“ sagði Justin Shouse leikmaður Stjörnunnar.
 
Fannar Freyr Helgason var að vonum sigurreifur eftir leikinn og stoltur af sínu liði. ,,Við erum bara með flott lið og ekki veikur blettur á okkur í kvöld þar sem ekkert beit á okkur og við komum bara með allt til baka hérna og spiluðum bara frábæran leik. Ég veit ekki alveg hvað á að segja við því hvort þetta hafi komið mér á óvart hve auðvelt þetta var eftir annan leikhluta. Ég vissi að þetta færi svona og hélt að það yrði gríðalega erfitt fyrir okkur en þeir voru með bakið upp við vegg og við vissum að við þyrftum að negla þá fast og þeir brotnuðu við það og þetta endaði á okkar nótum. Ég vil svo þakka Hólmurum fyrir flotta rimmu, þetta er gæðafólk sem býr hérna og gott.” Sagði Fannar Freyr leikmaður Stjörnunnar.
 
Jón Ólafur Jónsson var ekki upplitsdjarfur en sagði þó að Snæfellingar gætu borið höfuðið hátt eftir tímabilið sem endaði þó með deildameistaratitli og gríðalega gott ár að baki þar í bæ, en talaði fyrir sjalfann sig þegar hann sagðist ekki hafa verið orðinn saddur á gullæðinu í Hólminum.
,,Þetta var sama gamla sagan, við erum búnir að vera hrikalegir í öðrum fjórðung í þessari seríu. Við hættum alltaf að hreyfa boltann og förum að þvinga hlutunum og það endar alltaf á sama veg. Stjarnan var að spila flotta vörn á móti okkur í þessu einvígi og hægt og rólega fjaraði þetta út hjá okkur og sálfræðilega vorum við bara brotnir. Ef ég tala fyrir mig þá náði ég að blokka út allt sem snéri að því að vera saddur eftir deildameistaratitilinn. Tilfinningin var það góð í fyrra og það skemmtileg að vinna þessa bikara að maður vildi gefa allt í þetta núna og ég var ekki saddur. Það er náttúrulega flott tímabil að baki með titlum þó þessi stærsti og skemmtilegsti sé ekki í boði lengur. Heilt yfir búið að vera gaman þó það hafi endað ömurlega.” Sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells.
Ljósmynd/ Þorsteinn EyþórssonJustin Shouse er öllum hnútum kunnugur í Stykkishólmi.
 
Viðtöl/ Símon B. Hjaltalín
Fréttir
- Auglýsing -