spot_img
HomeFréttirRóstursamt í Röstinni: Smith heldur heim - Clark rekin!

Róstursamt í Röstinni: Smith heldur heim – Clark rekin!

 
 
Andre Smith leikmaður Grindavíkur í Iceland Express deild karla hefur verið leystur undan samningi að eigin ósk og Charmaine Clark leikmaður kvennaliðs félagsins hefur verið rekin þar sem það var mat stjórnar að Clark hefði ekki staðið undir væntingum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á heimasíðu Grindavíkur, www.umfg.is  
 
Fréttatilkynningin á UMFG.is:
 
Það eru miklar sviptingar í körfuboltanum um þessar mundir Andrey Smith bandaríski leikmaður Grindavíkur í mfl kk hefur beðið um að vera leystur undan samningi vegna veikinda heima fyrir. Stjórn körfuboltans varð við þeirri bón og þakkar honum samstarfið það sem af er vetri.
 
Charmaine Clark bandaríska leikmanni mfl kvk var sagt upp samning eftir tapleik Grindavíkur gegn Keflavík í kvöld, stjórn og þjálfari voru sammála um að Clark hefði ekki staðið undir væntingum í vetur , stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur þakkar henni einnig fyrir samstarfið
 
Leit er hafin af nýjum leikmönnum
 
Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur
 
Fréttir
- Auglýsing -