spot_img
HomeFréttirRoma semur við einn efnilegasta leikmann Bandaríkjanna

Roma semur við einn efnilegasta leikmann Bandaríkjanna

11:30

{mosimage}

Lottomatica Roma sem Jón Arnór Stefánsson hefur leikið með síðastliðin tvö tímabil samdi á dögunum við einn athyglisverðasta unga leikmann Bandaríkjanna, Brandon Jennings. Jennings þessi er á 19 ára og er leikstjórnandi hefur leikið með Oak Hill Academy í High School og á ekki möguleika á að komast í NBA strax þar sem hann er ekki orðinn 19 ára. Hann valdi því að fara til Evrópu áður en hann reynir fyrir sér í NBA.

Samningurinn við Roma er til þriggja ára en í honum er ákvæði um að verði Jennings valinn í nýliðavali NBA þá getur hann farið.

Roma hefur verið undanfarna daga í Vegas að spila í sumardeild Meistaradeildarinnar ásamt öðrum liðum úr deildinni sem hafa verið að skoða bandaríska leikmenn. Jennings lék með þeim þar ásamt 6 öðrum liðum en að lokum valdi hann Roma.

Á youtube má finna mörg myndbönd með kappanum og er eitt þeirra hreint út sagt stórkostlegt, þar sýnir hann stórkostleg tilþrif við að troða knettinum í körfuna, gefa boltann eða að skora mikilvægar körfur. Myndbandið má finna hér.

[email protected]

Mynd: Ben Smidt/IconSMI

Fréttir
- Auglýsing -