Róbert Sean fetar í fótspor Larry Bird

Njarðvíkingurinn Róbert Sean Birmingham mun leika fyrir Indiana State Sycamores í bandaríska háskólaboltanum á næsta tímabili.

Róbert Sean er nýroðinn 19 ára gamall og er á mála hjá miðskólanum Concord Academy, en hann hefur einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands.

Tilkynnir Róbert vistaskiptin á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag, en hann mun hjá Indiana State feta í fótspor ekki ómerkari kappa en Larry Bird sem lék fyrir skólann frá 1976 til 1979. Indiana State hafa í sex skipti komist í Marsfárið, nú síðast árið 2011.