Robert Bobroczky nafn sem fáir kannast við en á næstu árum er hinsvegar líklegt að eitthvað muni breytast í þeim efnum. Þesi 14 ára gamli táningur hefur nú þegar náð 226 cm hæð sem þýðir að hann er nú þegar orðin hærri en Hazem Thabeet hæðsti leikmaður NBA sem er 221 cm á hæð.
Augljóslega hefur drengurinn vakið athygli hjá bandarísku NBA liðunum og liðum í ACB deildinni á Spáni að ónefndum háskólum vestra hafs. Faðir drengsins var atvinnumaður í körfunni og var hann 2.17 á hæð. Móðir hans var heldur engin smá smíð eða 190 cm á hæð og því gefur að skilja að drengurinn er hár í loftinu. Aðeins hafa 20 leikmenn leikið í NBA deildinni sem hafa náð 220 cm hæð eða hærra. Bobroczky hefur verið að stækka um 10cm á ári og talið er að hann eigi eftir að hækka jafnvel en meira.