Eurobasket.com hefur greint frá því að Junior Hairston sé mættur til leiks með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn. Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórsara staðfesti þessar fregnir við Karfan.is í dag. Hairston kemur til félagsins á reynslu en Michael Ringgold hefur sungið sitt síðasta með Þórsurum þessa leiktíðina.
Benedikt sagði við Karfan.is í dag að séð yrði til með hvort samið yrði við Hairston, tíminn leiðir það þá væntanlega í ljós.
Á heimasíðu Eurobasket segir m.a. um Hairston að hann skríði rétt yfir tvo metrana, 2.03sm., og hafi útskrifast frá Towson og hafi byrjað tímabilið í Finnlandi með Salon Vilpas.
Mynd/ [email protected] – Ringgold verður ekki meira með Þórsurum þetta tímabilið.