spot_img
HomeFréttirRiðlarnir í Frakklandi, Þýskalandi, Króatíu og Lettlandi

Riðlarnir í Frakklandi, Þýskalandi, Króatíu og Lettlandi

 Nú fyrir stundu var það birt á Twittersíðu Eurobasket að úrslit EM á næsta ári verður háð í fjórum löndum.  Þýskaland (Berlín), Frakkland (Montpellier), Lettland (Riga) og Króatía (Zagreb) fá öll sinn riðil og svo verða úrslitin í borginni Lille í Frakklandi.  Þessar fréttir koma svo sem ekki mikið á óvart þar sem áður hafði verið greint frá því að ekkert landana sótti um að halda alla keppnina eitt og sér.  Nú á aðeins eftir að koma í ljós hverja Íslendingar etja kappi á mótinu og í hvaða landi sá riðill verður spilaður.  Óskalandið fyrir okkur Íslendinga hlýtur að vera Þýskaland eða Frakkland þar sem “aðgengið” héðan frá Íslandi er greiðast. 
 
Fréttir
- Auglýsing -