22:17:27
Framherjinn Richard Jefferson fór í dag frá Milwaukee Bucks til SA Spurs í skiptum fyrir Bruce Bowen, Fabricio Oberto og Kurt Thomas.
Nánar hér að neðan…
Þessi skipti virðast vera viðskiptalegs eðlis enda taka Spurs þar að sér stóran samning upp á um 30 milljónir dala yfir næstu tvö árin. Í staðinn fá þeir leikmann sem hefur sýnt og sannað að hann getur skorað og ætti þar með að geta létt álaginu af Tim Duncan og Manu Ginobili, sem eru að komast á aldur og hafa einnig glímt við meiðsli.
Í staðinn fá Bucks þrjá leikmenn sem sjá hylla undir lok NBA-ferils síns, Bowen, einn af betri varnarmönnum deildarinnar síðustu ár, er 38 ára, og Thomas, sem er áreiðanlegur varamaður fyrir bæði framherja og miðherja, er ári yngri. Argentínumaðurinn Oberto er 34 ára varamiðherji sem fékk lítið að spreyta sig á síðsta ári. Þeir eru hins vegar að klára samninga sína eftir næsta tímabil, sem gefur Bucks gott svigrúm til að fá til sín leikmann með lausan samning næsta sumar.
Ferill Jeffersons
ÞJ