Líkast til ættu einhverjir lesendur að muna eftir skyttunni Rex Chapman sem spilaði mest allan sinn feril hjá Charlotte Hornets en kom einnig við hjá Washington, Miami og Pheonix. Þessi mikla skytta sem kom úr Kentucky háskólanum er nú í vandræðum þar sem hann hefur verið handtekinn grunaður um að hafa stolið vörum úr Apple búð í Scottsdale Arizona að andvirði 14 þúsund dala (1.6 mill ISK ca) Græjurnar hefur hann svo farið með í veðbúð (Pawnshop) og selt þar.
Lögregla segir að Rex hafi tekið vörurnar þannig að hann hafi þóst nýta sér “sjálfsþjónustu” við að borga vörurnar á leiðinni úr búðinni en aldrei greitt fyrir vörurnar.
Rex spilaði 12 ár í NBA deildinni og skoraði á þeim árum um 14 stig að meðaltali í leik. Myndin með fréttinni var tekin vestra hafs við komu Rex á lögreglustöðin og eins og sjá má, má kappinn muna sinn fífil fegurri.