spot_img
HomeFréttirRedduðu Phoenix Suns Jón Arnór samning?

Redduðu Phoenix Suns Jón Arnór samning?

 Eins og flestum er kunnugt þá mun Jón Arnór Stefánsson spila með liði Unicaja Malaga næstkomandi vetur en seinlega gekk hjá kappanum að semja þetta árið. Á þessum tímapunkti þá hafa flest öll lið samið við þá leikmenn sem þau ætla að hefja mótið með og hafði Jón vissulega gert sér grein fyrir því að sagt í viðtölum að hann myndi nú einbeita sér að því að halda sér í topp formi og vera tilbúin þegar lið færu að breyta til.  En Jón þurfti ekki að bíða eftir því og líkast til kemur það vegna NBA liðsins Phoenix Suns eins fáránlega og það hljómar. 
 
Phoenix Suns höfðu nýverið samband við umboðsmann Zoran Dragic hin slóvenska landsliðsmann og leikmann Unicaja Malaga og létu reyna á ákvæði sem í samningi hans voru hjá Malaga um að hann gæti rift samningi þar ef NBA lið hefðu áhuga. Svo varð og nú í vikunni tilkynntu svo Unicaja Malaga frá því að Zoran myndi söðla um og spila með bróður sínum Goran hjá Phoenix Suns í það minnsta næstu tvö árin. 
 
Zoran er ekki ólíkur leikmaður Jóni í það minnsta í líkamsvexti og því ætti það að koma heim og saman að Jón eigi að fylla það skarð sem Zoran hefur skilið eftir sig hjá Malaga. En hjá Malaga skilaði hann tæpum 11 stigum á leik og rétt rúmum einni stoðsendingu. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -