spot_img
HomeFréttirRasheed skrifar undir hjá Celtics

Rasheed skrifar undir hjá Celtics


Rasheed Wallace hefur formlega verið kynntur sem leikmaður Boston Celtics.  Samningar þessa efnis voru undirritaðir í gær.  Wallace sem þekktur er fyrir góða skotnýtingu, fráköst og tæknivíti ætti að vera flestum kunnugur þar sem hann hefur spilað stóra rullu í liði Detroit Pistons síðastliðin ár.  Wallace sem setti niður rúm 12 stig á leik síðasta vetur fyrir Pistons, skrifaði undir tveggja ára samning við þá grænklæddu.  „Við erum í skýjunum að hafa náð í Wallace. Að getað bætt við fjórða „Stjörnuleikmanninum“ við liðið og einnig leikmanni með svo mikla reynslu er hreint út sagt frábært“ sagði Danny Ainge forseti Boston Celtics.   Mynd: Celtics.com

Fréttir
- Auglýsing -