Sú endalausa saga um skiptimiðann Rajon Rondo lauk í gær þegar Boston og Dallas komust að samkomulagi að Rondo myndi fara yfir til Mavericks í skiptum fyrir Brandan Wright, ,Jae Crowder, Jameer Nelson, fyrsta valrétt 2015 og annan valrétt 2016. Rondo sem fyrr segir verið orðaður fyrir mótið og nánast í allan vetur við flest félög í deildinni og það svo sem hlaut að koma að þessu. Framan af var Danny Ainge yfirmaður körfuboltamála hjá Celtics í því að þagga niður allan orðróm um að Rondo yrði skipt. Með Rondo fer Dwight Powell miðherji frá Boston.
Eftir 8 ár í deildinni og öll hjá Boston þá hefði það kannski átt að vera ljóst að Rondo myndi að lokum fara. Samningur hans rennur út næsta sumar og vitað var að hann hugsaði sér til hreyfings og þá í áttina að því að vinna titla. Dallas tekur í raun smá áhættu með þessum skiptum því þeir taka einmitt við sama samningi og hann var á hjá Celtics og því gæti hann allt eins farið frá Dallas næsta sumar.
Rondo er sem stendur stoðsendingahæstur í deildinni með 10.8 sendingar á leik.
Flestir sérfræðingar vestra eru sammála því að þetta séu góð skipti fyrir Dallas þrátt fyrir áhættuna. Rondo hefur sýnt það að hann þrífst vel innan góðra leikmanna og engin spurning að þetta styrkir liðið til muna.