Miðherjinn Ragnheiður Benónísdóttir er komin aftur á fullt í slaginn með Valskonum eftir stutt stopp á Spáni þar sem hún var við störf og körfuknattleik.
Ragnheiður sagði í samtali við Karfan.is að hlutirnir hefðu ekki gengið sem skyldi á Spáni og því væri hún komin aftur heim til Íslands. Ragnheiður var með Valskonum í gær þegar Haukar höfðu nauman sigur á Val í Domino´s-deild kvenna þar sem Ragnheiður lék í rúmar sjö mínútur.
Mynd/ Bára Dröfn – Ragnheiður í frákastabaráttunni gegn Haukum í gær.