Árlega veitir íþrótta og æskulýðsnefnd í Hveragerði þeim einstaklingum sem búsettir eru í Hveragerði og hafa náð góðum árangri í sínum íþróttagreinum viðurkenningu. Val þetta er jafnan kunngert á milli jóla og nýárs og að þessu sinni voru tveir einstaklingar sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í körfuknatteik.
Dagný Lísa Davíðsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur með yngri landsliðum íslands árið 2015. Einnig fékk Ragnar Nathanelsson viðukenningu fyrir góðan árangur með A landsliði íslands á Evrópumótinu nú í haust, í lokinn var svo tilkynnt hver hefði hlotið viðukenningu sem íþróttamaður Hveragerði árið 2015 og körfuknattleiksfólki til mikillar gleði var Ragnar valinn íþróttamaður Hveragerðis að þessu sinni. Körfuknattleiksdeild Hamars óskar þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með þessar viðurkenningar.