spot_img
HomeFréttirPúlsinn í IEX deild karla: Njarðvík

Púlsinn í IEX deild karla: Njarðvík

 
Sigurður Ingimundarson stýrir nú Njarðvíkingum annað árið í röð en hann tók við liðinu af bróður sínum Val Ingimundarsyndi skömmu fyrir síðasta tímabil. Sigurður og Njarðvíkingar duttu út í undanúrslitum eftir mikinn slag við Keflvíkinga á síðustu leiktíð sem síðar lönduðu silfri eftir oddaleik gegn Hólmurum. Sigurður er með þeim sjóaðri í bransanum en töluverðar breytingar hafa orðið á hópnum hjá grænum og má þess geta að miðherjinn öflugi Friðrik Erlendur Stefánsson hugsar nú sinn gang. Svo gæti farið að Friðrik segði gott komið með ferilinn en hann hefur ekki æft með Njarðvíkingum í sumar. 
Farnir/hættir:
Grétar Garðarson
Elías Kristjánsson
Friðrik Stefánsson
Magnús Gunnarsson
 
Komnir:
Lárus Jónsson
Antonio Houston
 
,,Nokkrir ungir og efnilegir Njarðvíkingar eru komnir í hópinn og er spennandi að fylgjast með þeim. Liðið er komið ágætlega áleiðis í undirbúningnum og menn eru að leggja sig fram við það sem þeir eru að gera og er það gott,“ sagði Sigurður en sér ekki næsta Íslandsmeistara í fljótu bragði.
 
,,Mér sýnist að öll liðin í deildinni séu að vinna vel í sínum málum og er það flott. Ekki er enn tímabært að lýsa yfir sigurvegara strax og er það ljóst að liðin eiga enn eftir að taka breytingum áður en mótið byrjar.“
 
 
Ljósmynd/ Gunnar Gunnarsson: Mikið mun mæða á Jóhanni Árna Ólafssyni í Njarðvíkurliðinu á komandi leiktíð.
 
Fréttir
- Auglýsing -