Tómas Holton tók við Fjölnismönnum í sumar af Bárði Eyþórssyni sem stýrði ungu og efnilegu Grafarvogsliði á síðasta tímabili. Í fyrra rétt misstu Fjölnismenn af úrslitakeppninni og koma því reynslunni ríkari til leiks. Fjölnir er eitt af þeim liðum sem séð hefur hvað fæstar breytingar á sínum hóp í sumar og hafa leikið vel á undirbúningstímabilinu. Við tókum púlsinn á Tómasi Holton sem segir það draumastarf þjálfarans að þjálfa þetta Fjölnislið.
Komnir:
Trausti Eiríksson, Skallagrímur
Sigurður Þórarinsson , Skallagrímur
Farnir:
Garðar Sveinbjörnsson
Garðar Sveinbjörnsson
Níels Dungal
Sverrir Karlsson
Christopher Smith
,,Staðan er mjög góð á okkur eftir hörku undirbúningstímabil. Mikið af ungum leikmönnum sem er mikill kraftur í, sannkallað draumastarf þjálfarans að þjálfa þessa stráka. Mér líst mjög vel á veturinn og reikna með því að það verði erfitt að eiga við okkur,” sagði Tómas sem býst við sterkum Keflvíkingum.
,,Keflavík verður með hörkulið. ÍR-ingar voru góðir um helgina og eru greinilega tilbúnir. Njarðvík er með fullt af góðum leikmönnum. Þeir verða sterkir þó að æfingaleikirnir hafi gengið illa. Grindvíkingar eiga eftir að sakna Brenton, en verða samt góðir. Snæfell verða góðir þegar þeir hafa safnað í lið. KR-ingar verða áfram með þeim bestu. Stjarnan er með sama lið og í fyrra og ætti því að standa sig vel. Hauka, Hamar, KFÍ og Tindastól hef ég ekki séð og veit því lítið um.”
Ljósmynd/ Ægir Þór Steinarsson fær það vandasama hlutverk að leiða ungt Fjölnislið á komandi tímabili.