Í kvöld hefjast 32 liða úrslitin í Poweradebikarkeppni karla en tveir leikir eru þá á dagskránni. Í Sandgerði mætast heimamenn í Reyni og Haukar b kl. 19:00 og þá eigast við KR b og Valur kl. 19:15 í DHL-Höllinni í Vesturbænum.
Einn leikur er í 11. flokki drengja en þá mætast Fjölnir og KR b kl. 18 í Rimaskóla og kl. 20:30 mætast KR og Fjölnir í drengjaflokki í DHL-Höllinni.
Mynd/ Tomasz Kolodziejski – Grindvíkingar eru ríkjandi Poweradebikarmeistarar.