spot_img
HomeFréttirPolkowice sigraði án Helenu

Polkowice sigraði án Helenu

 CCC Polkowice lið Helenu Sverrisdóttur hélt áfram góðu gengi þetta tímabilið og sigraði lið Basket Gdynia nokkuð auðveldlega 67:48 í gærkvöldi. Helena Sverrisdóttir spilaði ekki með liði Polkowice í þetta skiptið af sökum flensu. “Ég fékk einhvern magavírus og var drulluslöpp allan föstudag og laugardag.” sagði Helena í snörpu viðtali við Karfan.is 
 
Polkowice er í fjórða sæti sem stendur með 7 sigra og 1 tap en eiga leik til góða “Við erum í svona löngu útivallar prógrammi núna. Spilum strax á miðvikudag en við erum stödd sem stendur alveg hinumegin í landinu.  Ég er strax skárri í dag og býst við því að vera með á miðvikudag.” sagði Helena enn fremur.
Fréttir
- Auglýsing -