spot_img
HomeFréttirPhiladelphia 76ers - RIP ,,The Process“

Philadelphia 76ers – RIP ,,The Process“

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

 

Philadelphia 76ers

 

Heimavöllur: Wells Fargo Center

Þjálfari: Brett Brown

 

Helstu komur: Ben Simmons, Sergio Rodriguez.
Helstu brottfarir: Ish Smith.

 

Já, Philly verður ekki í neðsta sæti austursins, óvenjulegt en satt. Joel Embiid fáum við loksins að sjá en því miður er Ben Simmons meiddur sem gerir alla NBA aðdáendur sorgmædda. Þetta lið er eintómur efniviður, þeir eru ekki áberandi góðir í neinu en ansi margir leikmenn í liðinu gætu orðið góðir þegar að fram líða stundir. Leikmannahópurinn gæti breyst talsvert þegar að líður á tímabilið, enda erfitt að sjá hvers vegna Embiid, Okafor, Saric og Noel ættu allir að vera saman í liði.

 

Styrkleikar liðsins felast í efnivið og líkamlegum hæfileikum. Veikleikarnir eru því miður mun fleiri. Enginn virkilega góður leikmaður, ekki góðar skyttur og ég hef miklar efasemdir um bæði flæði í sókninni sem og varnarleikinn.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – TJ McConnell
SG – Gerald Henderson
SF – Robert Covington
PF – Dario Saric
C – Joel Embiid

 

Gamlinginn: Elton Brand(37) mun varla sjá völlinn mikið, en þegar það gerist þá munum við sjá sennilega hægasta leikmann deildarinnar í aksjón.
Fylgstu með: Joel Embiid, einn mest spennandi leikmaður deildarinnar, strákur með ótrúlega líkamlega hæfileika og huggulega stroku.

Spá: 23-59 – 14. sæti

Fréttir
- Auglýsing -