spot_img
HomeFréttirPétur Sigurðsson: Ég fer ekkert leynt með það, við stefnum á að...

Pétur Sigurðsson: Ég fer ekkert leynt með það, við stefnum á að fara upp

 Það hefur verið bjartar yfir Pétri Sigurðssyni, þjálfara KFÍ, en þegar Karfan.is náði í hann eftir leik gegn Fjölnismönnum í Dalhúsum í kvöld.  KFÍ  leiddi nánast allan leikinn en mistu sigurinn frá sér í lokasókn leiksins þegar Fjölnismenn sundurspiluðu annars fínan varnarleik gestana og unnu með minnsta mun, 94-93.  
 "Við getum náttúrulega bara sjálfum okkur um kennt, við vorum komnir með 13-14 stiga forskot.  Við vorum undiersized í þessum leik og það sem liggur þarna eru náttúrulega bara fráköst.  Við erum litlir og töpuðum frákastabaráttunni.  Leikurinn þarf að koma niður á einu play-i og við klúðruðum öllu sem við gátum klúðrað á þremur sekúndum".  

KFÍ geta þó gengið stoltir frá borði enda spiluðu þeir lengst af betur en Fjölnismenn og senda þannig skýr skilaboð.

"Þessi leikur kemur mér kannski ekkert á óvart.  Við erum klárlega í úrvalsdeildarstandar.  Ég er náttúrulega ósáttur við að hafa tapað þessum leik, gífurlega ósáttur.  Mér finnst við svolítið gefa þeim þetta hérna í seinni hálfleik en svona er þetta.  Þú ert að hitta á mig á lélegum tíma fyrir svona viðtal.

Það vantar einn af tveimur sterkustu mönnunum mínum en samt erum við að glutra niður unnum leik.  Úrvalsdeildarliðin hræða mig ekki neitt".  

KFÍ er því líklega ekkert að fela það að þeir stefna beint aftur upp í deild hinna bestu? 

"Ég fer ekkert leynt með það. Við stefnum á að fara upp, við stefnum á að vinna hvern einstasta leik og það er okkar mottó.  Ef við vinnum hvern einasta leik þá förum við upp, þannig er hugsunarhátturinn hjá okkur".  

Myndasafn eftir Björn Ingvarsson úr leiknum má finna hér

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -