spot_img
HomeFréttirPétur Már Sigurðsson í Grafarvoginn

Pétur Már Sigurðsson í Grafarvoginn

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Pétur Már Sigurðsson um að hann þjálfi hjá félaginu næsta árið. Pétur mun þjálfa meistaraflokk kvenna og einn yngri flokk, auk þess sem hann verður yfirþjálfari allra yngri flokka deildarinnar.
 
Það er gríðarlega ánægja innan félagsins með að hafa fengið Pétur Má í Grafarvoginn. Þar er á ferð virkilega fær og góður þjálfari sem á án nokkurs vafa eftir að gera góða hluti hjá félaginu og hjálpa okkur við að efla og bæta það góða starf sem fyrir er. 
 
Pétur er menntaður íþróttafræðingur og hann þjálfaði síðast hjá KFÍ á Ísafirði auk þess sem hann er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari karla. 
 
Einnig hefur Fjölnir gengið frá samningum við flesta leikmenn meistaraflokks kvenna og er stefnan að sjálfsögðu sett beint aftur upp í úrvalsdeild. Þrátt fyrir að hafa misst nokkra öfluga leikmenn frá því á síðasta tímabili er ennþá frábær kjarni eftir sem byggt verður á og væntum við mikils af liðinu á komandi tímabili.
 
Það er svo fleirri frétta að vænta eftir helgi af Fjölni, það er allt að gerast í Grafarvoginum þessa dagana segir í tilkynningu frá félaginu.
  
Fréttir
- Auglýsing -