spot_img
HomeFréttirPétur Ingvars tók jákvæða pólinn í viðtali eftir leik enda fátt annað...

Pétur Ingvars tók jákvæða pólinn í viðtali eftir leik enda fátt annað að gera “Vorum góðir í 39 mínútur”

Þrír leikir voru á dagskrá í Subway deild karla í kvöld.Tveimur leikjanna var frestað vegna heimsfaraldurs, en leikur Stjörnunnar og Breiðabliks fór fram í MGH í Garðabæ þar sem að heimamenn lögðu gestina í miklum spennuleik, 117-113.

Eftir leikinn er Stjarnan í 8. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan að Breiðablik er sæti neðar í því 9. með 8 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Pétur Ingvarsson þjálfara Breiðabliks eftir leik í MGH.

Þetta var skemmtilegra síðast…þegar þið lögðuð Valsarana…

Þetta var nú svolítið skemmtilegur leikur! Það var mikið af áhlaupum og flott einstaklingsframtök…er það ekki mikið meira skemmtilegt en leiðinlegt? Mér finnst það sko, ég hefði auðvitað viljað vinna en þeir eru með hörku mannskap og það eru fleiri landsleikir á bakinu á þeim en deildarleikir hjá okkur í efstu deild. Þannig að við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir þetta, en svona miðað við aðstæður og svona hvernig leikurinn var þá hefðum við kannski átt að vera búnir að ganga frá þessu fyrr…

Það er rétt. Þetta var kannski, eins og maður hefur svo sem séð trilljón sinnum í boltaleikjum, að þetta var svolítið svona næstum því komið hjá ykkur, það sáu það allir í húsinu, en síðan kemur þetta 9-0 áhlaup hjá þeim og þá kemur alltaf einhver smá hræðsla í menn…

Jájá, við bara settum ekki skotin ofan í…við vorum góðir í 39 mínútur en svo kom ein léleg mínúta sem skiptir ansi miklu máli…

…já sem sneri þessu. Það er svo auðvitað stundum þannig að jafnvel þó menn séu alveg óhræddir við að taka skotin þá vilja þau stundum bara ekki niður og þau voru þarna einhver 3-4 galopin hérna undir lokin sem bara vildu ekki niður og voru crusial skot…

Jájá, þetta er bara leikur að líkum, þetta voru bara 40% skot og við tökum það þegar það gefst…við ætlum ekkert að hætta að vera aggressívir þó við töpum leik sko.

Svona er þetta stundum…þið hefðuð unnið leikinn ef hann hefði verið 35 mínútur og jafnvel ef hann hefði verið 45 mínútur!

Já hugsanlega, við vitum ekki með það! Þeir voru á ansi góðu rönni. En þetta hefur verið svolítið sagan hjá okkur í fyrri hluta mótsins, við höfum verið að tapa jöfnum leikjum ansi oft…

…já þetta hefur verið svolítið sárt…

Jájá…

En það er bara áfram gakk, vonandi tekst ykkur að snúa því dæmi við…

…jájá…en ég er nú ekki viss um að hin liðin séu sammála því sko, þau vilja alls ekki að við snúum þessu við!

Nei, sennilega ekki!

Fréttir
- Auglýsing -