Þrír leikir voru á dagskrá í Subway deild karla í kvöld.

Tveimur leikjanna var frestað vegna heimsfaraldurs, en leikur Stjörnunnar og Breiðabliks fór fram í MGH í Garðabæ þar sem að heimamenn lögðu gestina í miklum spennuleik, 117-113.

Eftir leikinn er Stjarnan í 8. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan að Breiðablik er sæti neðar í því 9. með 8 stig.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Subway deild karla

Stjarnan 117 – 113 Breiðablik