spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaPenninn á lofti í Stykkishólmi - 17 leikmenn semja við félagið

Penninn á lofti í Stykkishólmi – 17 leikmenn semja við félagið

Snæfell samdi á dögunum við 17 leikmenn fyrir komandi átök í Subway deild kvenna og fyrstu deild karla.

Fyrir lið þeirra í Subway deild kvenna samdi liði við hina finnsk bandarísku Jasmina Jones og hina bandarísku Shawnta Shaw. Jasmina kemur til Snæfells frá Ítalíu, en þar lék hún á síðustu leiktíð fyrir Angri Pallacanestro og skilaði 9 stigum að meðaltali í leik. Shawnta kemur hinsvegar til liðsins beint úr háskóla, en á síðustu leiktíð var hún á mála hjá Jacksonville State í bandaríska háskólaboltanum.

Þá framlengdi Katrín Mjöll samninga sína við félagið, en hún er að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Þá framlengdu einnig Adda Sigríður, Alfa Magdalena, Birgitta Mjöll, Dagný Inga, Heiðrún Edda og Vaka, en þær eru allar uppaldir leikmenn félagsins.

Hjá liði þeirra í fyrstu deild karla ber hæst að Sveinn Arnar hafi ákveðið að taka slaginn með uppeldisfélagi sínu á ný, en einnig framlengdu þeir Eyþór José, Margeir Bent, Hjörtur Jóhann, Jason Helgi, Jónas Már, Aron Ingi og Viktor Brimir.

Fréttir
- Auglýsing -