Penas Huesca hafa jafnað einvígið 1-1 gegn Breogan í 8-liða úrslitum LEB Gold deildarinnar á Spáni en liðin mættust í sínum öðrum leik í gær sem lauk með 73-65 heimasigri Penas.
Haukur Helgi Pálsson var í byrjunarliði Breogan og gerði 9 stig á 23 mínútum. Haukaru var 3-6 í teignum, 0-2 í þristum og setti niður öll þrjú vítin sem hann fékk. Þá var Haukur einnig með tvö fráköst og tvo stolna bolta en hann fékk fimm villur í leiknum. Stigahæstur í liði Breogan var Pablo Almazan með 15 stig.
Þriðji leikur liðanna fer fram á heimavelli Breogan á morgun, þann 22. apríl og verður það oddaleikur um hvort liðið komist í undanúrslit en þegar hafa Palencia, Oviedo og Burgos komist áfram eftir 2-0 sigur í 8-liða úrslitum.