Undanúrslitin í Meistaradeild Evrópu (Euroleague) hófust í dag kl. 16:00 með viðureign gríska liðsins Panathiniakos og Montepaschi Siena frá Ítalíu. Grikkirnir höfðu betur í slagnum 77-69 og munu leika til úrslita á sunnudag gegn annað hvort Maccabi Electra eða Real Madrid en viðureign þeirra hófst kl. 19:00.
Nick Calathes var atkvæðamestur hjá Grikkjunum með 17 stig og 6 fráköst og Mike Batiste bætti við 16 stigum og 7 fráköstum. Hjá Montepaschi var Rimantas Kaukenas með 13 stig og 3 fráköst og Malik Hairston gerði 12 stig og tók 4 fráköst.
Þegar þetta er ritað er staðan 32-29 Maccabi í vil gegn Real Madrid þegar blásið hefur verið til hálfleiks.
Mynd/ Nick Calathes var stigahæstur í sigurliði Panathinaikos áðan.