spot_img
HomeFréttirPáll Axel: Menn eru ekkert að fara yfirum!

Páll Axel: Menn eru ekkert að fara yfirum!

12:30
{mosimage}

(Páll Axel)

Páll Axel Vilbergsson kveðst pollrólegur fyrir undanúrslitaviðureign Grindavíkur og KR sem hefst í DHL-Höllinni kl. 16:00 í dag. Hann segir Grindvíkinga ekki þurfa að vera með betra lið en KR svo fremi þeir spili betur en KR í dag.

Hver er staðan? Ertu með gæsahúð af spenningi
Nei, þetta er ekki fyrsti leikurinn minn en að sjálfsögðu er ég spenntur fyrir þessu, þetta er úrslitaleikur um að komast í bikarúrslitaleik sem er stórleikur.

Hvernig er tíðarandinn í Grindavíkurhópnum?
Mjög góður, það er nokkuð síðan að dregið var í þessa keppni og fram að því kláruðum við okkar leiki í deild og einbeittum okkur síðan að leiknum, menn eru ekkert að fara yfirum hérna þó við séum að mæta sterku taplausu liði og menn undirbjuggu sig af kappi fyrir þennan leik.

KR stoppuðu þig ágætlega síðast en þið mætið með annað lið til leiks núna!
Það er bara eins og gengur og gerist og það þarf alltaf að hafa áhyggjur af fleirum en einum í okkar leik. Arnar og Nick eru með núna og það er eins og Nick hafi spilað í Grindavík í mörg ár og hann á gott með að komast inn í hlutina og er heilsteyptur náungi. Hann þekkir til íslenska boltans og það auðveldar hlutina.

Hvað sérðu KR gera í dag?
Þeir hljóta að halda sínu striki og spila sinn leik, þeir hafa ekki tapað leik og ég á ekki von á því að þeir breyti út af sínu leikskipulagi. Þeir spila ákveðinn bolta og við erum alveg meðvitaðir um það.

 

Hver er lykillinn að Grindavíkursigri í DHL-Höllinni?
Við erum ekki að fara að stoppa KR! Aftur á móti getum við fundið leið til að hægja á þeirra aðalvopnum til að auka líkur á sigri okkar akkúrat í dag. Við þurfum ekki endilega að vera með betra lið en KR en við þurfum að spila betur en þeir í dag og það dugar okkur svo sem alveg. KR mega vera betri en við á öllum vígstöðvum svo lengi sem við vinnum þá.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -