spot_img
HomeFréttirPakkaði saman einu mesta efni Evrópu

Pakkaði saman einu mesta efni Evrópu

 Lið Kristins Pálssonar Stella Azzura stendur í ströngu þessa helgina en nú stendur yfir árlegt Euroleague Next Generation Tournament.  Mótið er haldið á fjórum stöðum í Evrópu og einn staðurinn er í Róm á heimavelli Stella Azzura.  Keppt er í tveimur riðlum á hverju móti og sigurvegarar í hverju móti fara svo í Final Four sem haldið er í Madrid þetta árið.  Stella stendur vel að vígi þetta árið, hafa unnið alla sína leiki og leika til úrslita á morgun að öllum líkindum gegn liði unglingaliði Unicaja Malaga. 
 
Kristinn sem er fyrirliði liðsins hefur verið að standa sig gríðarlega vel á þessu móti fram að þessu og hefur verið valin besti leikmaður tveggja leikja af þeim þremur sem þeir hafa spilað. Meðal þess sem miðlar á ítalíu segja frá er að Kristinn hafi staðið sig einkar vel gegn Dragan Bender nokkurn sem spilar með Tel Aviv, en Bender þessi er talinn besti leikmaður 97″ árgangsins þetta árið. 
 
Leikurinn á morgun er kl 18:30 og hægt er að fygljast með livestat á þessum hlekk hér.
 
Viðtalið ásamt svakalegum þrist Kristinns er hægt að sjá hér að neðan á samt því þar sem Stella Azzura taka smá pepp hring fyrir leiki og okkar maður í miðjunni stýrir öllu. Lið Kristins er sum sé í grænum búningum og sjón er sögu ríkari. 
 
 
 
Mynd: Basketincontro.it
Fréttir
- Auglýsing -