Fyrir nokkrum dögum greindist Isaiah Austin með Marfan heilkenni. Austin þessi þótti ansi líklegur til að verða valinn í fyrstu umferð nýliðavals NBA deildarinnar, sem fram fór í nótt. Marfan heilkennið heldur Austin hins vegar utan vallar um ókomna framtíð, og kom þar með í veg fyrir að hann yrði valinn í nýliðavalinu í nótt, eða það héldu flestir. Adam Silver “klassaði” nýliðavalið hins vegar upp með því að velja Isaiah Austin fyrir hönd NBA deildarinnar á milli 15. og 16. valréttar. Áhorfendur gátu ekki stillt sig og fögnuðu Austin innilega með standandi lófaklappi. Nokkrar NBA stjörnur vottuðu Austin virðingu sína á Twitter í kjölfarið, en ljóst er að Adam Silver og NBA deildin unnu sér inn ansi mörg rokkstig með þessu útspili sínu.
Hægt er að fræðast frekar um Austin hérna
Tengt efni: Átakanleg saga Isaiah Austin
Adam silver is such a classy man! That’s love right there. I’m emotional for him. Damn I love that
— Kevin Durant (@KDTrey5) June 27, 2014
Awesome moment as Adam Silver recognizes Isaiah Austin in front of the Draft crowd.
— SB Nation NBA (@SBNationNBA) June 27, 2014
Respect ? to Adam silver as well as Isaiah Austin.
— That Boy Jrue (@Jrue_Holiday11) June 27, 2014
Happy Isaiah Austin was able to hear his name called at the NBA draft. Very cool to see.
— Kevin Love (@kevinlove) June 27, 2014
This was definitely a class act by the Nba! Never wanna see anybodies career cut short. #IsaiahAustin
— Greg Monroe (@M10OSE) June 27, 2014
#BestDraftPickEver http://t.co/5ViSKXo8I6
— Chris Paul (@CP3) June 27, 2014
SÖA