spot_img
HomeFréttirÓvæntasti valréttur nýliðavalsins

Óvæntasti valréttur nýliðavalsins

Fyrir nokkrum dögum greindist Isaiah Austin með Marfan heilkenni. Austin þessi þótti ansi líklegur til að verða valinn í fyrstu umferð nýliðavals NBA deildarinnar, sem fram fór í nótt. Marfan heilkennið heldur Austin hins vegar utan vallar um ókomna framtíð, og kom þar með í veg fyrir að hann yrði valinn í nýliðavalinu í nótt, eða það héldu flestir. Adam Silver “klassaði” nýliðavalið hins vegar upp með því að velja Isaiah Austin fyrir hönd NBA deildarinnar á milli 15. og 16. valréttar. Áhorfendur gátu ekki stillt sig og fögnuðu Austin innilega með standandi lófaklappi. Nokkrar NBA stjörnur vottuðu Austin virðingu sína á Twitter í kjölfarið, en ljóst er að Adam Silver og NBA deildin unnu sér inn ansi mörg rokkstig með þessu útspili sínu.
 
Hægt er að fræðast frekar um Austin hérna
 
 
 
 
 
 
 
SÖA
Fréttir
- Auglýsing -