spot_img
HomeFréttirÓskar: Ábrystir í öllum brúsum á bekknum og sviðasulta í hálfleik

Óskar: Ábrystir í öllum brúsum á bekknum og sviðasulta í hálfleik

Óskar Hjartarson hefur ákveðið að uppfæra sig innan körfuboltans í Stykkishólmi og færa sig úr 2. deildar liði Mostra yfir í Iceland express deildar lið Snæfells. Óskar verður án efa styrkur fyrir Snæfell og er hann alls ekki ókunnugur hópnum, uppalinn Snæfellingurinn. www.snaefell.is greinir frá.

Óskar hefur spilað með Mostra og verið einn af þeirra burðarásum en í tölum hefur hann verið framlagshæstur að meðaltali 26.8 stig. Og svo 19.8 stig, 8.2 fráköst og 3.7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Heimasíða Snæfells ræddi við Óskar en sjá má spjallið við hann hér þar sem hann slær botninn í viðtalið við Símon B. Hjaltalín með yfirlýsingu um ábrysti í öllum brúsum og sviðasultu í hálfleik. 

Fréttir
- Auglýsing -