Fjölnir mætti ekki með þá félaga, Árna Ragnarsson og Ægir Þór Steinarsson til leiks í kvöld sem hafa spilað stórt hlutverk fyrir liðið í vetur.
"Árni er búinn að vera veikur og Ægir er bara hættur. Hann er að fara út bara eftir viku þannig að við ákváðum bara að gefa honum frí. Hann er bara að gíra sig upp fyrir það að vera kominn til ameríku".
Úrslitin í B-riðli Lengjubikarsins voru ráðin fyrir leik kvöldsins sem gerði það að verkum að úrslit þessa leiks hafði engin áhrif á framvindan þessara liða.
"Bæði liðin höfðu ekki að miklu að keppa þar sem Grindavík er komið upp úr riðlinum þannig að maður getur leyft að gefa leikmönnum mínútur sem kannski ekki fengu mikið af mínútum í deildinni. Það eru allir að sanna sig í mínu liði eins og öðrum. Ég hrósa Ísfirðingunum, þeir eru með flott lið og ég er búinn að segja það áður að þeir eiga skilið að fara rakleitt upp. En ég vil bara ítreka það, ungu strákarni mínir, sérstaklega Tómas Bessaon sem hefur ekki spilað mínútu í vetur kemur hérna og setur 11 stig, það er eitt af því sem ég horfi á brosandi"
Myndasafn úr leiknum má finna hér eftir Björn Ingvarsson