spot_img
HomeFréttirÖrvar Kristjánsson: tek bara jákvæðu hlutina og það eru ungu strákarnir

Örvar Kristjánsson: tek bara jákvæðu hlutina og það eru ungu strákarnir

Örvar Kristjánsson gat andað létt eftir eins stigs sigur á flottu KFÍ liði í kvöld.  Fjölnismenn voru undir allan leikinn en náðu með þrautsegju að komast aftur inní leikinn í fjórða leikhluta og setja upp kerfi sem skilaði þeim sigurkörfunni á seinustu þremur sekúndum leiksins.
 "ísfirðingar voru bara betri en við í leiknum, það verður bara að segja það sannast sagna.  Þeir voru bara betri og virkilega gaman að horfa á þá.  Við vorum bara ekki að bregðast rétt við að við ættum svona fyrirfram að vera betra liðið og mættum bara ekki tilbúnir.  En ég tek bara alltaf jákvæðu hlutinu og það eru ungir strákar, Tómas Bessason og Björgvin Ríkarðsson sem stóðu sig mjög vel og fengu dýrmæta reynslu.  Það var fínt að fá svona spennuleik undir lokin, þá þurftu menn að sýna úr hverju þeir eru búnir til og þeir gerðu vel þarna í lokin.  

Fjölnir mætti ekki með þá félaga, Árna Ragnarsson og Ægir Þór Steinarsson til leiks í kvöld sem hafa spilað stórt hlutverk fyrir liðið í vetur.

"Árni er búinn að vera veikur og Ægir er bara hættur.  Hann er að fara út bara eftir viku þannig að við ákváðum bara að gefa honum frí. Hann er bara að gíra sig upp fyrir það að vera kominn til ameríku". 

Úrslitin í B-riðli Lengjubikarsins voru ráðin fyrir leik kvöldsins sem gerði það að verkum að úrslit þessa leiks hafði engin áhrif á framvindan þessara liða.  

"Bæði liðin höfðu ekki að miklu að keppa þar sem Grindavík er komið upp úr riðlinum þannig að maður getur leyft að gefa leikmönnum mínútur sem kannski ekki fengu mikið af mínútum í deildinni.  Það eru allir að sanna sig í mínu liði eins og öðrum.  Ég hrósa Ísfirðingunum, þeir eru með flott lið og ég er búinn að segja það áður að þeir eiga skilið að fara rakleitt upp.  En ég vil bara ítreka það, ungu strákarni mínir, sérstaklega Tómas Bessaon sem hefur ekki spilað mínútu í vetur kemur hérna og setur 11 stig, það er eitt af því sem ég horfi á brosandi"

Myndasafn úr leiknum má finna hér eftir Björn Ingvarsson

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -