spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Vals í Valshöllinni

Öruggur sigur Vals í Valshöllinni

Valur tók á  móti KFÍ í Valshöllinni í kvöld í 1. deild karla. Fyrir leikinn sátu Valsmenn á toppi deildarinnar ásamt Fjölni með 12 stig eftir sjö leiki en KFÍ var í 8. sæti með tvö stig rétt eins og Ármann.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi, Valsmenn náðu mest 8 stiga forystu í fyrsta leikhluta en KFÍ minnkaði muninn niður í tvö stig þegar um mínúta var eftir af honum. Þrjú stig frá Benedikt Blöndal tryggði Valsmönnum 5 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 21-16. 

Ísfirðingar byrjuðu annan leikhluta betur og jöfnuðu, 23-23, þegar tvær mínútur voru liðnar af honum. Þá vöknuðu Valsmenn til lífsins og áttu næstu 8 mínútur, skoruðu 31 stig á móti 8 stigum KFí og leiddu í hálfleik með 23 stigum, 54-31. Valsmenn héldu dampi í síðari hálfleik og sigruðu að lokum örugglega með 34 stigum, 101-67.

Hjá Val var Jamie Stewart Jr. atkvæðamestur með 25 stig og 7 fráköst og Benedikt Blöndal og Elías Orri bættu við 16 stigum hvor. Nebojsa Knezevic skoraði 25 stig og tók 8 fráköst fyrir KFÍ og Nökkvi Harðarson setti 10 stig. Þá bætti Christopher Anderson 8 stigum við fyrir KFÍ á þeim 14 mínútur sem hann spilaði.

Valur 101 – 67 KFÍ (21-16, 33-15, 31-22, 16-14) 

Stigaskor Vals: Jamie Stewart Jr. 25 stig/7 fráköst, Elías Orri Gíslason 16 stig/5 fráköst/6 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 16 stig/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 15 stig, Kormákur Arthursson 10 stig, Friðrik Þjálfi Stefánsson 6 stig, Þorgeir Kristinn Blöndal 6 stig/7 stoðsendingar, Illugi Auðunsson 3 stig/6 fráköst, Sigurður Rúnar Sigurðsson 2 stig, Sigurður Dagur Sturluson 2 stig, Leifur Steinn Árnason 0 stig, Venet Banushi 0 stig.

Stigaskor KFÍ: Nebojsa Knezevic 25 stig/8 fráköst, Nökkvi Harðarson 10 stig, Christopher Anderson 8 stig, Helgi Snær Bergsteinsson 6 stig, Daníel Þór Midgley 5 stig, Pance Ilievski 5 stig, Gunnlaugur Gunnlaugsson 2 stig, Hákon Ari Halldórsson 2 stig, Stígur Berg Sophusson 2 stig, Jóhann Jakob Friðriksson 2 stig, Rúnar Ingi Guðmundsson 0 stig. 

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -