spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Vals í Dalhúsum

Öruggur sigur Vals í Dalhúsum

Einstefna var þegar Fjölnir tók á móti Val í Dalhúsum í kvöld í Lengjubikar kvenna. Fjölnisstúlkur áttu lítil svör pressuvörn Vals og skorti áræðni í leik þeirra. Á sama tíma gengu Valsstúlkur ákveðnar til verks og fengu opin skot sem þær náðu að nýta nokkuð vel. Staðan í hálfleik 16-50 Val í vil. Fjölnisstúlkur komu nokkuð sprækari til leiks í síðari hálfleik en náðu ekki að saxa á forskot Valsstúlkna sem sigldu heim öruggum sigri, 43–107.

Stigaskor dreifðist vel milli leikmanna Vals, stigahæstar þeirra voru Hallveig Jónsdóttir með 22 stig/7 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir með 18 stig og Bergþóra Holton Tómasdóttir með 18 stig/6 stoðsendingar.

Stigahæstar í liði Fjölnis voru Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir með 11 stig/10 fráköst og Fanney Ragnarsdóttir með 8 stig. 

Tölfræði leiks
Myndasafn (Bára Dröfn)

Mynd: Hallveig Jónsdóttir var stigahæst Valsstúlkna (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -