8:24
{mosimage}
Guðmundur Jónsson etur kappi við Luciuos Wagner
Í gærkvöld tóku Þórsarar á móti liði Snæfells í 14. umferð Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Fyrir leikinn sátu Snæfellingar í fjórða sætinu með 16 stig er Þórsarar sátu í því 10 með 8 stig og því bjuggust flestir við sigri gestanna. Í kvöld var varnarleikurinn í hávegum hafður á meðan sóknarleikhlutinn lék aukahlutverk. Leikurinn var jafn lengi vel í fyrsta leikhluta en Snæfellingar náðu 13 stiga forystu með ágætum leikkafla í lok 1. leikhluta og í 2. leikhluta og létu þá forysta aldrei af hendi. Svo fór að Snæfellingar unnu að lokum 18 stiga sigur, 56-74.
Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið ætluðu sér greinilega að gefa allt í leikinn í kvöld. Liðin skiptust á að skora, en í liði heimamanna byrjaði Óðinn Ásgeirsson af miklum krafti og skoraði fyrstu sex stig heimamanna. Heimamenn áttu þó í nokkrum vandræðum með Snæfellinga undir körfunni en gestirnir virtust geta tekið sóknarfráköst að vild. Gestirnir náðu þó undirtökunum á leiknum við lok fyrsta fjórðungs en þá náðu þeir að snúa stöðunni úr 16:16 í 20:25 og þannig var staðan eftir fyrsta fjórðung. Áhorfendur í höllinni á Akureyri munu þó seint gleyma öðrum fjórðung, slíkur fjórðungur hefur sjaldan sést norðan heiða. Bæði lið spiluðu góða vörn og sóknarleikur beggja liða átti í stökust vandræðum. Það tók liðin 2 mínútur að skora fyrstu stig fjórðungsins, en það voru gestirnir frá Stykkishólmi sem skorðu fyrstu stig fjórðungsins. Eins og fyrr segir voru varnirnar sterkar, heimamönnum gekk sérstaklega illa að skora í fjórðungnum. Sama hvað heimamenn reyndu í sóknarleik sínum, ekkert gekk upp, gestunum gekk örlítið betur í sóknarleiknum en heimamönnum, en smá saman náðu gestirnir 13 stiga forystu áður en fjórðungnum lauk og staðan því í hálfleik, 26:39. Það ótrúlega var að heimamenn náðu aðeins að skora sex stig á 10 mínútum en gestirnir náðu að setja niður 14 stig.
Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur en þeir enduðu fyrri hálfleikinn. Þórsarar virtust ætla heldur betur að koma til baka í seinni hálfleik og smá saman minnkuðu þeir forskot gestanna niður í 7 stig í stöðunni 37:44. En í stöðunni 37:44 sást hversu mikilvægur Cedric Isom er fyrir lið heimamann því að þeim vantaði aukakraft til að minnka munin enn frekar. Gestirnir náðu þó að svöruðu endurkomu heimamanna vel og áður en leikhlutanum lauk náðu gestirnir 12 stiga forskoti, 42:54. Þórsarar reyndu hvað sem þeir gátu að minnka forskot gestanna í fjórða leikhluta en ávallt vantaði herslumunin hjá heimamönnum en gestirnir náðu að halda 9 til 10 stiga forystu nánast allann fjórðunginn. Á síðustu tveimur mínútunum voru þó heimamenn alveg búnir á því og gestirnir sigu þá aftur frá heimamönnum og náðu að lokum að landa 18 stiga sigri, 56:72.
Það er greinilegt að mikil batamerki eru á leik Þórs í kvöld. Svæðisvörn Þórsara virkaði mjög vel í kvöld og var baráttan í liðinu til fyrirmyndar allan leikinn, enda náðu Þórsarar að halda Snæfelli í 54 stigum í þrjá leikhluta. Sóknarleikur Þórsara var þó ekki jafn góður og varnarleikurinn í kvöld. Það komu kaflar þar sem sóknarleikurinn var ögn stirrður og sást greinilega að Cedric Isom var sárt saknað sérstaklega þegar Þórsarar náðu að minnka forskotið niður í 7 stig vantaði þeim sprengikraft Cedric. Óðinn Ásgeirsson byrjaði leikinn mjög vel og er greinilega allur að koma til eftir meiðsli og veikindi. Guðmundur Jónsson var að venju mjög góður í sóknarleiknum og er ávallt að sýna hversu góður sóknarleikmaður sem og varnarmaður hann er. Baldur Ingi átti fína innkomu er hann setti niður þrjá þrista, en einnig átti Sigmundur Eiríksson góða innkomu í liði heimamanna.
Varnarleikur Snæfells í kvöld var til fyrirmyndar, að halda Þórsurum í 56 stigum er mjög gott. Sóknarleikur gestanna var þó ekki jafn góður og varnarleikurinn en ástæðan fyrir því væntanlega er sú að Lucious Wagner leikstjórnandi Snæfells er nýkominn til liðsins og er ekki enn kominn inn í kerfin. Wagner setti þó niður 15 stig, Hlynur Bæringsson var að venju öflugur í liði gestanna, var sterkur í vörninni og setti niður 20 stig í kvöld. Jón Ólafur Jónsson og Atli Hreinsson áttu ágætis spretti í sóknarleiknum en Jón setti niður 10 stig en Atli 11. Heilt yfir má Snæfell vera ánægðir með varnarleikinn en sóknarleikurinn á eflaust eftir að batna er fram líða stundir.
Hægt er að lesa meira um leikinn ásamt viðtölum við Guðmund Jónsson, Baldur Má Stefánsson og Hlyn Bæringsson á heimasíðu Þórs.
Tölfræði leiksins
Sölmundur Karl Pálsson
Myndir: Páll Jóhannesson