Helena Sverrisdóttir og Góðu englarnir frá Slóvakíu höfðu í gærkvöldi öruggan sigur á Frisco Brno í Meistaradeild kvenna. Lokatölur leiksins voru 71-54 Good Angels í vil sem eru í 4. sæti C-riðils keppninnar með 4 sigra og 3 tapleiki.
Helena skoraði 4 stig í leiknum á 20 mínútum og tók 4 fráköst og þá var hún einnig með eina stoðsendingu og einn stolinn bolta.