spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Fjölnis á Ármanni

Öruggur sigur Fjölnis á Ármanni

Fjölnir hafði sigurorð á Ármanni þegar liðin áttust við í Dalhúsum í kvöld í 1. deild kvenna. Fjölnir heldur því í jólafrí í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 11 leikjum en Ármann situr í 7. sæti og leitar enn að sínum fyrsta sigri í vetur.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en eftir að Ármenningar leiddu með 2 stigum í stöðunni 7-9, komu 16 stig í röð frá Fjölniskonum. Fjölnir leit ekki til baka eftir það og sigruðu þær leikinn með 47 stigum, 90-43.

Allir leikmenn Fjölnis komust á blað í kvöld og dreifðust mínútur vel á milli leikmanna en mínútuhæst var Aníka Linda með rúmar 25 mínútur. Stigahæst í liði Fjölnis var Margrét Ósk Einarsdóttir með 18 stig og 4 stoðsendingar. Þá skoraði Aníka Linda Hjálmarsdóttir 14 stig og tók 6 fráköst og Fanney Ragnarsdóttir bætti við 13 stigum, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Hjá Ármanni var Stefanía Ósk Ólafsdóttir atkvæðamest með 12 stig og 10 fráköst, Arna Dís Heiðarsdóttir bætti við 11 stigum og Bjarnfríður Magnúsdóttir skoraði 7 stig.

Fjölnir: Margrét Ósk Einarsdóttir 18/4 stoðsendingar, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 14/6 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 13/5 fráköst/4 stoðsendingar, McCalle Feller 9/7 fráköst/6 stoðsendingar, Margrét Eiríksdóttir 9, Berglind Karen Ingvarsdóttir 7, Erla Sif Kristinsdóttir 6/8 fráköst, Gabríella Rán Hlynsdóttir 4, Snæfríður Birta Einarsdóttir 4, Elísa Birgisdóttir 3, Rakel Linda Þorkelsdóttir 3.

Ármann: Stefanía Ósk Ólafsdóttir 12/10 fráköst, Arna Dís Heiðarsdóttir 11, Bjarnfríður Magnúsdóttir 7, Arndís Þóra Þórisdóttir 5, Sigrún Guðný Karlsdóttir 4/5 fráköst, Jelena Tinna Kujundzic 4, Hildur Lovísa Rúnarsdóttir 0.

Tölfræði leiks

Myndasafn úr leik

Fréttir
- Auglýsing -