spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Dana í fyrsta leik

Öruggur sigur Dana í fyrsta leik

Fyrri vináttulandsleiks Íslands og Danmerkur var rétt að ljúka þar sem Danir höfðu öruggan sigur á íslenska kvennalandsliðinu. Ísland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Danir réðu lögum og lofum í þeim síðari og höfðu að lokum 53-84 sigur. Katrine Dyszkant var stigahæst í danska liðinu með 18 stig en Helena Sverrisdóttir gerði 14 stig fyrir Ísland.
 
 
Eins og áður segir byrjaði íslenska liðið vel en á 40 mínútum tókst okkar konum að tapa 30 boltum og baráttuviljanum um leið svo Danir gengu á lagið og unnu öruggan sigur. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld. Liðin mætast svo aftur annað kvöld en þá verður leikið í Stykkishólmi kl. 19:15.
 
Ísland A kvenna-Danmörk A kvenna 53-84 (16-12, 12-14, 12-30, 13-28)
 
Ísland A kvenna: Helena Sverrisdóttir 14/7 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 12/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 8, Hildur Sigurðardóttir 5/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 5, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2, María Ben Erlingsdóttir 2, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 0, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0.
 
Danmörk A kvenna: Katrine Dyszkant 18/4 fráköst, Emilie Hesseldal 14/5 fráköst/8 stolnir, Gritt Ryder 10/8 stoðsendingar, Ida Krogh 9/5 stoðsendingar, Kiki Jean Lund 9, Emilie Fogelström 8, Ida Tryggedsson 8, Cecilie Tang Homann 4, Tea Jörgensen 2, Mathilde Linnea Gilling 2, Camilla Blands 0/4 fráköst, Natascha Hartvich 0.
 
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Bender, Ísak Ernir Kristinsson
 
Mynd/ [email protected] – Frá vináttulandsleik Íslands og Danmerkur í Hafnarfirði í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -