spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Blikum í Smáranum

Öruggt hjá Blikum í Smáranum

Breiðablik vann öruggan sigur á Fjölni þegar liðin áttust við í 1. deild kvenna í Smáranum í kvöld. Fjölnir byrjaði leikinn nokkuð vel og náði að hanga í Breiðablik fram í miðjan fyrsta leikhluta en þá tóku Blikar á rás og náðu 9 stiga forystu fyrir lok hans. Blikastúlkur létu forystuna aldrei af hendi eftir þetta og lönduðu öruggum 43 stiga sigri, 92-49.

Atkvæðamest í liði Breiðabliks var Elín Sóley Hrafnkelsdóttir en hún skoraði 27 stig auk þess að taka 12 fráköst. Berglind Karen Ingvarsdóttir var ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þá skoruðu Telma Lind Ásgeirsdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir 14 stig hvor fyrir Breiðablik og Isabella reif niður 19 fráköst að auki.

Hjá Fjölni var Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir stigahæst með 21 stig og 6 fráköst. Fanney Ragnarsdóttir skoraði 10 stig og Sigrún Anna Ragnarsdóttir og Erna María Sveinsdóttir bættu við 7 stigum hvor.

Breiðablik 92 – 49 Fjölnir (22-13, 20-10, 30-14, 20-12)

Stigaskor Breiðabliks: Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 27 stig/12 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 17 stig/9 fráköst/8 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 14 stig/6 fráköst/6 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14 stig/19 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 7 stig/6 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 4 stig/4 fráköst/4 stoðsendingar, Inga Sif Sigfúsdóttir 4 stig/4 fráköst, Elín Kara Karlsdóttir 3 stig, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2 stig, Kristín Rós Sigurðardóttir 0 stig, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 0 stig, Thelma Rut Sigurðardóttir 0 stig.

Stigaskor Fjölnis: Heiðrún Harpa Ríkharðdóttir 21 stig/6 fráköst/4 stoðsendingar, Fanney Ragnarsdóttir 10 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 7 stig/5 fráköst, Erna María Sveinsdóttir 7 stig/4 fráköst, Margrét Eiríksdóttir 3 stig/5 fráköst, Hanna María Ástvaldsdóttir 1 stig, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 0 stig/4 fráköst, Elísa Birgisdóttir 0 stig, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0 stig.

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -