spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaOrri til Hafnarfjarðar

Orri til Hafnarfjarðar

Hafnfirðingar hafa samið við Orra Gunnarsson um að leika með liðinu á komandi leiktíð í 1. deild karla. Hann kemur frá nágrannafélaginu Stjörnunni í Garðabæ.

Orri er 17 ára gríðarlega efnilegur bakvörður sem hefur verið til skoðunnar hjá evrópskum félögum síðustu ár. Hann hefur leikið með Stjörnunni og Álftanesi en hann var hluti af liði Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í unglingaflokki á nýliðnni leiktíð.

Miklar breytingar eru væntanlegar á liði Hauka sem féll úr efstu deild á síðustu leiktíð. Máté Dalmay er tekinn við liðinu og nokkur hreyfing er á leikmannahóp liðsins.

Tilkynningu Hauka má finna hér að neðan:

Körffuknattleiksdeild Hauka og Orri Gunnarsson hafa komist að samkomulagi um að Orri spili með Haukum í 1. deildinni á næstu leiktíð. Samningur Orra gildir til tveggja ára.

Orri er uppalinn í Stjörnuninni og fékk nokkur tækifæri með þeim í Domino‘s deildinni. Þá var hann á venslasamning hjá Álftanesi í 1. deildinni. Þar skilaði hann Álftnesingum 11 stigum, 3.3 fráköstum og 1 stoðsendingum að meðaltali í 13 leikjum.

Orri hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og þykir mikið efni. Fyrir tveimur árum var hann á reynslu í þýskalandi m.a. hjá Alba Berlin en Orri er 18 ára gamall.

Við bjóðum Orra velkominn til Hauka.

Fréttir
- Auglýsing -