spot_img
HomeFréttirOrlando gengur erfiðlega í Denver

Orlando gengur erfiðlega í Denver

Denver lagði Orlandi í nótt 111-94. Var þetta sjöundi tapleikur Orlando af síðustu átta í Denver. Ljóst er að Dwight Howard og félögum gengur illa að spila í Colorado-fylki.
Carmelo Anthony var sjóðandi hjá Denver með 35 stig en sex aðrir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Hjá Orlando var J.J. Redick stigahæstur með 29 stig.
 
Philadelphia vann sinn annan leik í röð er þeir heimsóttu New Jersey. Philadelphia hafði nauman sigur 77-82 þar sem Jrue Holiday var stigahæstur hjá Philadelphia með 19 stig. Hjá New Jersey skoraði Brook Lopez 16 stig.
 
Úrslit næturinnar:
Denver-Orlando 114-94
New Jersey-Philadelphia 77-82
Charlotte-Toronto 97-91
Washington-L.A. Lakers 89-103
Detroit-Atlanta 103-80
Houston-Sacramento 118-105
Golden State-Minnesota 108-99

Mynd: Carmelo Anthony er allur að koma til eftir að hafa verið meiddur og veikur að undanförnu.
 
Fréttir
- Auglýsing -