spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaOlympiacos gaf leikinn í hálfleik gegn Panathinikos til að mótmæla dómurunum

Olympiacos gaf leikinn í hálfleik gegn Panathinikos til að mótmæla dómurunum

Mikill hiti er í undanúrslitaeinvígum Grísku bikarkeppninnar sem fara fram í dag í Grikklandi. Í fyrri viðureigninni mættust erkifjendurnir Panathinikos og Olympiakos en við líkt og við var að búast viðureinin ekki göngutúr í garðinum.

Staðan í hálfleik var 40-25 en leikurinn hófst á því að leikmenn Olympiacos fengu þrjár villur á 28 sekúndum. Liðið ákvað hinsvegar í hálfleik að mæta ekki til leiks í seinni hálfleik og gefa leikinn. Niðurstaðan því 20-0 fyrir Panathinikos líkt og reglurnar segja. Það kom hinsvegar ekki í veg fyrir að Olympiacos mótmælti þeirri niðurstöðu harðlega.

Framkvæmdarstjóri Olympiacos sagði í beinni útsendingu í sjónvarpi: „Okkur er misboðið. Við getum ekki tekið þátt í þessum farsa. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta, yfirvöld verða að grípa inní.“

Rick Pitino þjálfari Pantahinicos segist aldrei hafa séð annað eins á vellinum. „Ég er mjög svekktur. Við létum þá valta yfir okkur fyrr í vetur og erum ekki sáttir við að þessi leikur hafi ekki klárast. Ég skil ríginn milli þessara liða enn leikurinn er stærri. Ég hef þjálfað í 43 ár og kann ekki við skilaboðin sem þetta sendir.“

Hinn litríki eigandi Panathinikos var ekki sáttur og gaf til kynna að lið Olympiacos hafi verið búið að plana þetta. Liðið hafi ekki verið með kláran hóp og því gripið til þessa í staðin fyrir að láta valta yfir sig. Þegar ljóst var að Olympiacos myndi ekki snúa aftur á völlinn setti eigandi Panathinikos rauð kvennmanns undirföt á tóman bekk andstæðingsins. Myndræn og ögrandi skilaboð til félagsins og ljóst að rígurinn hefur ekki minnkað í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -