spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaOlympiacos ætlar aldrei að spila gegn Panathinikos aftur nema með erlenda dómara

Olympiacos ætlar aldrei að spila gegn Panathinikos aftur nema með erlenda dómara

Mikil læti hafa verið í grískum körfubolta síðustu dagana en bikarhelgin fer einnig fram þar í landi líkt og hér heima.

Í vikunni ákvað Olympiacos að mæta ekki til leiks í seinni hálfleik í undanúrslitaleik gegn Panathinikos. Var liðið verulega ósátt við dómara leiksins og gáfu því leikinn í hálfleik.

Olympiacos gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem liðið segist ekki ætla að leika aftur við Panathinikos nema að erlendir dómarar dæmi leikinn. Einnig kom fram að hinn litríki eigandi Panathinikos Dimitris Giannakopoulos er ekki leyft að mæta aftur á heimavöll Olympiacos.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars: “Við biðjum yfirvöld að rannsaka ástæðuna fyrir því að stuðlarnir á sigri Panathinikos hríðféllu í gær. Hrunið á stuðlunum varð á nákvæmlega sama tíma og tilkynnt var hverjir myndu dæma leikinn”

Einnig ætlar félagið aldrei að leika aftur gegn neinu liði ef dómarar gærdagsins verða meðal dómara. Ljóst er að mikill hiti er á milli þessara liða, sem er kannski ekki nýjar fréttir en áhugavert verður að fylgjast með framvindu mála.

Fréttir
- Auglýsing -