spot_img
HomeFréttirÖllum leikjum kvöldsins lokið

Öllum leikjum kvöldsins lokið

20:36

{mosimage}

Nú er leikjum kvöldsins að ljúka og voru Tindastólsmenn fyrstir til að innbyrða sigur þegar þeir lögðu Snæfell í Stykkishólmi 57-55. Í Keflavík sigruðu heimaenn Þór örugglega 94-70 og Blikar unnu Skallagrím með 12 stigum 78-66. Í 1. deild unnu KFÍ menn Fjölni 109-100 á Ísafirði og Haukar unnu Þór Þ. 91-70.

Gunnar Einarsson var stigahæstur Keflavíkur með 17 stig en Cedric Isom skoraði 34 fyrir Þór.

Nemanja Sovic skoraði 26 stig fyrir Blika og tók 16 fráköst en Sveinn A. Davíðsson skoraði 18 fyrir Skallagrím.

Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur Snæfellsmanna með 12 stig en Svavar Birgisson skoraði 14 fyrir Tindastól.

Fréttir
- Auglýsing -